Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Lengsti blóðmáni aldarinnar

27.07.2018 - 20:44
Mynd: EPA-EFE / EPA
Víða um heim gat fólk séð almyrkva á tunglinu klukkan hálfátta í kvöld, sem oft er kallaður blóðmáni vegna þess að tunglið verður rauðleitt. Almyrkvinn stendur til 21:13 og sést því ekki á Íslandi. Fullt tungl rís ekki hér fyrr en 22:37 í Reykjavík. Almyrkvi verður þegar sólin, jörðin og tunglið eru í beinni línu. Seinast sást almyrkvi á tungli frá Íslandi hinn 28. september 2015. Næst sést almyrkvi á tungli frá Íslandi hinn 21. janúar 2019. Almyrkvinn í kvöld er lengsti blóðmáni aldarinnar.

Myndskeiðið með fréttinni er tekið í Indónesíu, þar sem sjá mátti blóðmánann þegar deildarmyrkvi hófst í kvöld.

Matthías Tryggvi Haraldsson
Fréttastofa RÚV