Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Lengsta nótt ársins að baki

22.12.2015 - 07:47
Mynd með færslu
 Mynd: Ágústa Ágústsdóttir - Facebook
Í dag eru verarsólstöður. Þá snýr sólin aftur og fer að hækka lofti eftir lengstu nótt ársins. Vetrarsólstöður voru mesta hátíð ársins á norðurhveli og víðar. Þá fögnuðu menn endurkomu sólar með mikilli margra daga hátíð sem menn kölluðu Jól.

Sumstaðar fagna menn vetrarsólstöðum í dag, meðal annars við hið forna mannvirki steinhringinn Stonehenge á Englandi en kenningar eru um að hann og önnur slík forn mannvirki séu tengd dýrkun sólar á vetrarstólstöðum.

Þorvaldur Friðriksson
Fréttastofa RÚV