Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Lengja fæðingarorlof

30.11.2012 - 15:07
Mynd með færslu
 Mynd:
Fæðingarorlof verður lengt í áföngum í tólf mánuði og hámarksgreiðslur til foreldra í fæðingarorlofi hækkaðar samkvæmt nýju frumvarpi velferðarráðherra sem ríkisstjórnin samþykkti í morgun.

Gert er ráð fyrir að hámarksgreiðslur hækki úr þrjúhundruð þúsund krónum í þrjúhundruð og fimmtíu þúsund á mánuði. Sú upphæð mun þó hækka á næstu tveimur árum. Samkvæmt frumvarpinu eiga foreldrar rétt á samtals tólf mánaða fæðingarorlofi frá og með árinu 2016. Þá mun hvort foreldri um sig eiga rétt á fjögurra mánaða orlofi en fjórum mánuðum má skipta milli foreldranna. Frumvarpið verður lagt fram á Alþingi síðar í dag.