Lengi lifir...

Mynd með færslu
 Mynd: Sigurður Ól. Bragason - Rás 2

Lengi lifir...

07.08.2016 - 15:41

Höfundar

...í gömlum glæðum segir máltækið.

Hljómsveitin Quarashi kom eins og stormsveipur inn í íslenskt tónlistarlíf fyrir 20 árum síðan. Þetta er mikið notaður frasi og hann er sannur í þessu samhengi, –Quarashi kom, sá og sigraði.

En Quarashi hætti síðan og til minningar um hljómsveitina og feril hennar kom út safnplata árið 2011 sem heitir Quarashi Anthology.

En þrátt fyrir að Quarashi hafi þakkað fyrir sig og hvatt fyrir rúmum áratug hafa þessir gaurar sýnt það í verki að lengi lifir í gömlum glæðum og það er oft erfitt að slökkva alveg. Og á meðan það er glóð þarf ekki nema örlítinn andvara til að hleypa upp neistaflugi þannig að úr verður heilmikið bál.

Og Quarashi logaði glatt á Þjóðhátíð í Eyjum um síðustu helgi, sveitin spilaði á laugardagskvöldinu fyrir fullum dal af fólki, það eru tónleikar á NASA næsta föstudagskvöld, fyrr í sumar sendi Quarashi frá sér nýtt lag og myndband og það er hugsanlega plata á leiðinni.

Þeir eru gestir mínir í Rokklandi í dag þeir Sölvi og Steini úr Quarashi.

Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson
[email protected]

Rokkland minnir svo á Hlaðvarpið þar sem nálgast má eldri þætti – langt aftur í tímann, hlaða þeim í tól sín og tæki og hlusta jafnvel aftur og aftur. Það er líka hægt að gerast áskrifandi af Rokkland podcastinu gegnum I-tunes

Tengdar fréttir

Popptónlist

Bítlasál + Kaleo + mr. Young

Popptónlist

Bræðslan er best

Popptónlist

Dark side of the horse...

Popptónlist

Konungur svölu rólegheitanna