Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Leki kom að dýpkunarskipi

Mynd með færslu
 Mynd: Þórir Tryggvason - Brunavarnir Árnessýslu
Liðsmenn Brunavarna Árnessýslu voru kallaðir til björgunarstarfa í Þorlákshöfn á áttunda tímanum í morgun. Þá var leki kominn að Dýpkunarskipinu Dísu og það orðið nokkuð sigið í höfninni. Vel gekk að dæla úr vélarrúmi og lest skipsins og björgunarstörfum lauk á ellefta tímanum.

Að sögn bendir flest til að leki hafi komið að botnloka í skipinu, sem hefur verið notað við dýpkun í Landeyjahöfn. Það er í eigu Björgunar, sem lét gera á því miklar endurbætur, þar sem m.a. var bætt við vélum og hliðarskrúfum. Dísa hét áður Skandia og var smíðuð í Danmörku árið 1968. Þegar skipið var tekið í notkun var nafninu breytt, en nafnið er tileinkað Þórdísi Unndórsdóttur skrifstofustjóra Björgunar. 

Samúel Örn Erlingsson
Fréttastofa RÚV