Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Leitað frá Gróttu að Álftanesi

12.03.2017 - 11:28
Mynd með færslu
Artur Jarmoszko.  Mynd: RÚV - LRH
Allar sveitir Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út til að leita að Artur Jarmoszko sem ekki hefur spurst til síðan um síðustu mánaðarmót. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg verður leitað á strandlengjunni frá Gróttu í norðri, að Álftanesi í suðri; fjörur verða gengnar, leitað úr bátum og með drónum. Upphafsstaður leitarinnar er strandlengjan við Kársnes í Kópavogi en sá staður tekur mið af símagögnum sem lögregla hefur aflað. Síðast spurðist til Arturs í miðbæ Reykjavíkur.

Í tilkynningu lögreglu sem send var fjölmiðlum um klukkan ellefu segir að símagögn bendi til þess að Artur hafi farið til Kópavogs, eftir að til hans sást í miðborginni, og hann hafi verið þar á ferð snemma aðfaranætur miðvikudagsins 1. mars. 

Þessi frétt var uppfærð kl. 12.04. 

 

Mynd af björgunarsveitarmönnum með dróna að undirbúa leit af Artur Jarmoszko 12.3.2017
Björgunarsveitarmenn með dróna undirbúa leit að Arturi við Skeljagranda í Reykjavík. Leitað verður á strandlengju höfuðborgarsvæðisins í dag.  Mynd: RUV
Björn Malmquist
Fréttastofa RÚV