Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Leita að ísbirni á Húnaflóa

04.07.2012 - 19:57
Mynd með færslu
 Mynd:
Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið norður á Vatnsnes til að skimast um eftir hvítabirni sem fjölskylda sem þar var á ferðalagi segist hafa séð.

Lögreglan á Blönduósi segir að ekki hafi borist aðrar tilkynningar um hvítabjörn og því sé ekkert hægt að staðhæfa enn um hvort slíkt dýr sé á ferli á Húnaflóa. Það voru ítalskir ferðamenn sem voru á ferli skammt frá bænum Geitafelli sem komu auga á dýr á sundi sem þau töldu vera hvítabjörn.