Leita að frönsku pari á hálendinu

30.07.2013 - 21:07
Mynd með færslu
 Mynd:
Lögregla og björgunarsveitir á Suðurlandi, ásamt hálendisgæslunni leita að frönsku pari á Fjallabaksleið nyrðri. Konan er slösuð á hné.

Parið óskaði eftir aðstoð um miðjan dag í dag en þá voru þau stödd austan við Landmannalaugar í nágrenni við Grænalón. Sveitirnar hófu strax leit sem ekki hefur skilað árangri en lögreglu á Hvolsvelli grunar að hjálpsamir vegfarendur hafi komið þeim til aðstoðar.  

Þeim sem hafa einhverjar upplýsingar um fólkið er bent á að hafa samband við Lögregluna á Hvolsvelli.  

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi