Krakkarnir á leikskólanum Vallabóli í Húnavatnshreppi fara aftur á móti í einn til tvo sundtíma á viku í sundlauginni í Húnavallaskóla, sem er steinsnar frá.
Tilgangurinn með þessari kennslu er ekki síst að venja börn við vatn og kenna þeim að njóta sín í því snemma á lífsleiðinni.
Milan Djurica íþróttakennari segir að markmiðið sé að þegar börnin byrji í hefðbundnu skólasundi í 1. bekk grunnskólans séu þau hætt að nota kúta.
Þáttinn í heild er hægt að sjá á http://www.ruv.is/landinn
Hér er Landinn á Facebook og svo svo erum við á Instagram: #ruvlandinn.