Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Leikskóla lokað vegna myglusvepps

24.09.2013 - 11:33
Mynd með færslu
 Mynd:
Leikskólanum Krakkaborg á Þingborg í Flóahreppi var lokað eftir að myglusveppur greindist í húsnæði leikskólans. Stefnt er að því að finna bráðabirgðahúsnæði undir starfsemi leikskólans eins fljótt og auðið er.

Þetta kemur fram á vefnum Sunnlenska.is. Þar segir að húsnæði leikskólans hafi verið í athugun undanfarið vegna raka og hugsanlegrar mygli. Náttúrufræðistofnun Íslands var fengin til að yfirfara sýni sem leiddu í ljós að myglusvepp sé að finna í leikskólanum. Leikskólastjórnendur, formaður fræðslunefndar, sveitarstjóri og oddviti ákváðu að loka leikskólanum um óákveðinn tíma og fá sérfrótt fólk til ráðgjafar varðandi framhaldið.