Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað hlutfallslega meira en íbúðaverð undanfarið ár. Leigumarkaður reynist vera hvað virkastur í vesturhluta höfuðborgarsvæðisins. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Í nóvember var 19% þinglýstra leigusamninga á landinu öllu vegna leigusamninga á svæðinu vestan við Kringlumýrarbraut að Seltjarnarnesi.