Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Leiguíbúðir spretta upp hjá Bjargi

28.01.2019 - 18:54
Á annað þúsund manns er á biðlista hjá Bjargi, íbúðafélagi ASÍ og BSRB. Hundruð íbúða eru í byggingu og þær fyrstu verða tilbúnar í sumar. Leiga á tveggja herbergja íbúð verður 100 til 140 þúsund krónur. Framkvæmdastjóri Bjargs segir alla byggingarstarfsmenn fá greitt eftir íslenskum kjarasamningum. 
Mynd með færslu
 Mynd:
Við Móaveg.

Húsnæðissjálfseignarstofnunin Bjarg er með íbúðir í byggingu víða. Til dæmis 155 íbúðir við Móaveg við Spöngina í Grafarvogi. Þar ganga framkvæmdir svo hratt að verkið er á undan áætlun. 

Mynd með færslu
 Mynd:
Við Urðarbrunn.

Við Urðarbrunn í Úlfarsárdal er fjölbýlishús langt komið með 83 íbúðum þar sem fyrstu íbúðirnar verða afhentar í september. 

Mynd með færslu
 Mynd:
Við Asparskóga.

Og við Asparskóga á Akranesi verða reist tveggja hæða hús. Húsgrunnurinn er svo til tilbúin. Húsin sjálf eru reyndar langt komin í byggingu í Lettlandi. Þau verða flutt hingað til lands í vor að mestu tilbúin að innanverðu. Þar verða 33 íbúðir. 

Mynd með færslu
 Mynd:
Björn Traustason.

Frá 100 þúsund fyrir 2ja herbergja íbúð

„Þetta er trúlega eitt stærsta byggingaverkefni sem er í gangi í dag,“ segir Björn Traustason framkvæmdastjóri Bjargs - íbúðafélags

„Eftirspurnin er mikil eftir þessum íbúðum. Við erum núna þegar með á annað þúsund manns á biðlista hjá okkur.“

Hvað kostar að leigja til dæmis tveggja herbergja íbúð hjá Bjargi?

„Við erum að reikna með að leiguverð á Akranesi verði í kringum 100 þúsund krónur fyrir tveggja herbergja íbúð. Í Úlfarsárdal verður það trúlega í kringum 120 þúsund en í Spönginni verður það í kringum 140 þúsund.“

Verðið er hærra í Spönginni því þar þurfti að vera bílakjallari.

Mynd með færslu
 Mynd:

Eitt fjölbýlishús í mánuði

Þeir, sem eru í stéttarfélögum ASÍ og í BSRB, mega sækja um íbúð og mega ekki hafa háar tekjur. Fyrstu íbúar flytja inn í júlí.

„Stærðargráðan af verkefninu er eiginlega þannig að frá og með þeim tíma erum við að afhenda um það bil í kringum eitt fjölbýlishús í hverjum einasta mánuði næstu fjögur ár.“

Mynd með færslu
 Mynd:

Kjarasamningar virtir

Gagnrýnt hefur verið að erlent verkafólk verði flutt til landsins til þess að reisa húsin t.d. á Akranesi. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að félagið hafi gengið úr skugga um það að farið yrði eftir íslenskum kjarasamningum. Undir það tekur Björn. 

„Eðlilega með þetta bakland þá þarf að gera allt eftir bókinni. Þannig að þeir eru að fá eftir íslenskum kjarasamningum? Í öllum tilfellum, já.“

Mynd með færslu
 Mynd: