Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Leigjandinn - Svava Jakobsdóttir

Mynd: Svava Jakobsdóttir / Svava Jakobsdóttir

Leigjandinn - Svava Jakobsdóttir

03.07.2015 - 16:21

Höfundar

Leigjandinn eftir Svövu Jakobsdóttur er viðfangsefni Bók vikunnar á laugardaginn. Gestir þáttarins verða þau Ástráður Eysteinsson og Dagný Kristjánsdóttir.

Í vikunni var flutt viðtal við Svövu Jakobsdóttur úr þættinum Oní kjölinn frá 1982 sem Dagný Kristjánsdóttir tók. Í spilaranum hér að ofan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni ásamt upplestri Svövu á fyrstu köflum Leigjandans.

Mynd:  /