Stonehenge-steinhringurinn skammt frá Salisbury á Bretlandi, eitt glæsilegasta mannvirki fornaldar, stóð ekki eitt, heldur var eitt af 17 mannvirkjum á sama stað. Breskir fornleifafræðingar hafa nú fundið áður óþekktar fornminjar með því að rannsaka undirstöður og umhverfi steinhringsins.