Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Leiðtogar listanna á Akranesi

Mynd: Hólmfríður Dagný Friðjónsd / RÚV
Akranes er 9. stærsta sveitarfélag landsins þar bjuggu um sjö þúsundþúsund og þrjúhundruð manns í byrjun árs og íbúum hefur fjölgað um átta prósent á fjórum árum. Í sveitarstjórnarkosningum fyrir fjórum árum voru fimm listar í kjöri, B - listi frjálsra með Framsókn, D-listi Sjálfstæðisflokksins, S- listi Samfylkingarinnar, V-listi Vinstri-grænna og Æ-listi Bjartar framtíðar.

Sjálfstæðismenn unnu þá stórsigur, fóru úr tveimur bæjarfulltrúum í fimm af níu, fengu þar með hreinan meirihluta en tóku fulltrúa Bjartrar framtíðar með sér í sex manna meirihlutasamstarf. VG náðu ekki inn manni, Samfylkingin missti tvo af fjórum og hefur verið í minnihluta ásamt einum fulltrúa Framsóknar og frjálsra. Vorið 2018 eru fjórir listar boðnir fram og þá leiða Elsa Lára Arnardóttir fer fyrir B-lista Framsóknar og frjálsra, Rakel Óskarsdóttir leiðir D-lista Sjálfstæðismanna, Helga Kristín Jónsdóttir er efst á M-lista Miðflokksins og Valgarður Lyngdal Jónsson er oddviti S-lista Samfylkingarinnar.

Samgöngu- og atvinnumál, uppbygging og skipulag í bænum voru þeim efst í huga meðal annars fyrirhuguð landfylling við Krókalón. 
 

Anna Kristín Jónsdóttir
Fréttastofa RÚV