Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Leiðtogaprófkjör og flokksráðsfundur

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Leiðtogaprófkjör Sjálfstæðismanna vegna borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík hófst klukkan tíu og er kosið á fjórum stöðum í borginni.

Fimm bjóða sig fram, Áslaug María Friðriksdóttir, Eyþór Arnalds, Kjartan Magnússon, Viðar Guðjohnsen og Vilhjálmur Bjarnason.  Kosningu lýkur klukkan 18 og er búist við fyrstu tölum um klukkustund síðar.

Sveitarstjórnarmál hjá VG

Flokksráðsfundur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs hófst klukkan 10 á Grand Hóteli í Reykjavík. Katrín Jakobsdóttir formaður flokksins og forsætisráðherra fer yfir stjórnarsamstarfið í upphafi fundar og situr síðan fyrir svörum ásamt ráðherrum flokksins, þeim Svandísi Svavarsdóttur og Guðmundi Inga Guðbrandssyni til hádegis. Á annað hundrað manns sækja flokksráðsfund VG um helgina sem að mestu er helgaður komandi sveitarstjórnarkosningum.

kristjas's picture
Kristján Sigurjónsson
Fréttastofa RÚV