Leiðtogafundur Trump og Pútín á næstunni

27.06.2018 - 15:01
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimir Pútín, forseti Rússland hittast á leiðtogafundi á næstunni. Talsmaður Rússlandsforseta tilkynnti þetta síðdegis.

Hvorki tímasetning né staðsetning hafa verið ákveðin, en talsmaðurinn sagði hins vegar að fundurinn yrði hvorki í Rússlandi né í Bandaríkjunum.

Pútín tók í dag á móti John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Trumps, meðal annars til að undirbúa fund leiðtoganna. Talið er hugsanlegt að fundurinn verði í næsta mánuði, en þá verður Trump á leiðtogafundi NATO í Belgíu og fer einnig til Bretlands. 
 

Björn Malmquist
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi