Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Leiðtogafundur G7-ríkjanna verður fjarfundur

20.03.2020 - 03:45
epa08299615 A handout photo made available on 17 March 2020 by Japan’s Cabinet Public Relations Office shows Japanese Prime Minister Shinzo Abe speaking during an emergency video conference with other G-7 leaders at the prime minister's office in Tokyo, Japan, late 16 March 2020. G-7 leaders vowed in a statement to employ all measures to minimize the health and economic risk of the coronavirus pandemic on the world.  EPA-EFE/JAPAN'S CABINET PUBLIC RELATIONS OFFICE HANDOUT JAPAN'S CABINET PUBLIC RELATIONS OFFICE HANDOUT/JIJI PRESS/EDITORIAL USE ONLY/NO ARCHIVE/JAPAN OUT HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, sést hér ræða við leiðtoga hinna G7-ríkjanna í gegnum fjarfundabúnað í mars síðastliðnum, á sérstökum neyðarfundi leiðtoganna vegna COVID-19 Mynd: EPA-EFE - JAPAN'S CABINET PUBLIC RELATIONS
Leiðtogafundur sjö stærstu iðnríkja heims, G7-fundurinn, sem halda á í júní næstkomandi, verður ekki haldinn á sveitasetri bandaríska forsetaembættisins í Camp David, nærri Washingtonborg, eins og til stóð, heldur verður stuðst við fjarfundabúnað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hvíta húsinu.

Aðildarríki G7 skiptast á um að halda árlegan leiðtogafund hópsins og er röðin komin að Bandaríkjunum. Donald Trump hugðist upphaflega bjóða leiðtogunum og fylgdarliði þeirra til eigin ráðstefnumiðstöðvar í Flórída. Forsetinn hætti við það þegar hann var sakaður um að ætla með því að skara eld að eigin köku, og bauð þess í stað til fundar í Camp David.

Ekkert verður þó úr því heldur efnt til fjarfundar, „svo að hvert ríki geti einbeitt sér að viðbrögðum við heilsufarslegum og efnahagslegum afleiðingum COVID-19,“ sagði talsmaður Hvíta hússins, Judd Deere, á fréttamannafundi. Allir hlutaðeigandi hafa þegar verið upplýstir um þessa ákvörðun, sagði Deere, og Trump mun auk þess „kalla leiðtoga leiðtogana saman til fjarfundar í gegnum fjarfundabúnað í apríl og maí, rétt eins og hann gerði í síðustu viku.“

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV