Leiðrétta kjör öryrkja og aldraðra strax

25.05.2013 - 19:16
Mynd með færslu
 Mynd:
Miklum fjármunum var lofað til velferðarmála í kosningabaráttunni, meðal annars af frambjóðendum Framsóknarflokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, segir það kalla á forgangsröðun.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir að það sé ekki nýtt að menn tali um að forgangsraða þurfi í þágu velferðar, en stundum vanti upp á efndirnar. Hann segir að gengið verði strax í að leiðrétta kjör öryrkja og aldraðra. Þessir hópar hafi þurft að þola meiri kjaraskerðingar en flestir aðrir. Hann segir að á meðan staðan í efnahagsmálum sé svona slæm muni auknar fjárveitingar kalla á sparnað annars staðar og sérstaklega á aukna fjárfestingu og nýja verðmætasköpun. Stjórnarflokkarnir hafi útlistað hvernig auka megi verðmætasköpun. Hvað sparnaðinn varði, þá standi til að setja á laggirnar starfshóp sem muni fara í gegnum allan rekstur ríksins með það að markmiði að hagræða og sameina eins og kostur  sé, þannig að þjónustan haldist jafngóð eða betri, en kostnaðurinn lækki og hægt verði að auka fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins. Aldraðir og öryrkjar hafa kallað eftir því skerðing sem þessir hópar urðu fyrir í júlí árið 2009 verði leiðrétt.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi