RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

„Leiðin á EM“ fær fjölmiðlaviðurkenningu KSÍ

Mynd með færslu
 Mynd: KSÍ
Íþróttadeild RÚV hlaut fjölmiðlaviðurkenningu KSÍ fyrir árið 2017 fyrir heimildarþættina „Leiðin á EM“ sem voru í umsjón Eddu Sifjar Pálsdóttur og Maríu Bjarkar Guðmundsdóttur.

Viðurkenningin var afhent á 72. ársþingi KSÍ sem haldið var á Hilton Reykjavík Nordica en „Leiðin á EM" var heimildarþáttaröð sem gerð var í undirbúningnum fyrir EM kvenna í Hollandi. 

Í þáttunum, sem vöktu mikla athygli fyrir ferska og nýja nálgun, var skyggnst bak við tjöldin hjá landsliðinu, leikmenn og þjálfarar teknir tali og fylgst með undirbúningi liðsins. 

Sjá frétt á vef KSÍ hér.