Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Leggja til átján milljarða aukningu

22.12.2017 - 11:56
Mynd: Jón Þór Víglundsson / RÚV
Forysta Samfylkingar boðaði til blaðamannafundar í Alþingishúsinu klukkan tíu til að fara yfir áherslur sínar fyrir aðra umræðu fjárlaga sem fram fer síðar í dag. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir frumvarpið mikil vonbrigði sér í lagi þar sem Vinstri græn sitja við ríkisstjórnarborðið.

Logi segir að frumvarpið sé svik við kjósendur og beri merki um algert metnaðarleysi í velferðarmálum. Öllu sé ýtt inn í framtíðina og ekki staðið við gefin loforð. Samfylkingin leggur til aukin útgjöld uppá 18 milljarða en leggur til tekjur á móti af erlendum ferðamönnum, auðlindagjaldi og auðlegðarskatti. Logi segir ójöfnuð aukast með frumvarpi ríkisstjórnarinnar og barnafólk, sjúklingar, aldraðir og öryrkjar séu illa sviknir í fjárlagafrumvarpinu. 

johannav's picture
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir
Fréttastofa RÚV