Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Leggja til að keyptar verði þrjár þyrlur

11.09.2018 - 17:55
Mynd með færslu
 Mynd: Hannes Jóhannsson - RÚV
Lagt er til í fjárlagafrumvarpi næsta árs að Landhelgisgæslan fái 1,9 milljarð til að kaupa þrjár þyrlur. Áætlað er að þyrlurnar verði afhentar árið 2022 og að heildarfjárfestingin verði upp á 14 milljarða króna og hefur verið gert ráð fyrir henni í fjármálaáætlun tímabilsins 2019 til 2023. Áætlað er að kaupverð hverrar þyrlu verði 4,7 milljarðar.

Þá er lagt til í frumvarpinu að fjárveitingar til löggæslu verði auknar um tæpa 1,4 milljarða. Af þeim eiga 410 milljónir að nýtast til að bregðast við auknu álagi á löggæslu vegna fjölgunar ferðamanna. 80 milljónir á að nýta til að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi og 29 milljónir til að efla aðgerðir gegn peningaþvætti.