Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Lefty Hooks & The Right Thingz í Stúdíói 12

Mynd: RÚV / RÚV

Lefty Hooks & The Right Thingz í Stúdíói 12

26.01.2018 - 18:00

Höfundar

Reggísveitin Lefty Hooks & The Right Thingz var gestur Popplands á Rás 2 í dag og tók nokkur lög í beinni útsendingu úr Stúdíói 12. Hljómsveitin kemur fram á tónleikum í miðbæ Reykjavíkur á laugardagskvöldið.

Lefty Hooks & The Right Thingz var stofnuð fyrir um tveimur árum af Gnúsa Yones úr Amabadama og bandaríska rapparanum Lefty Hooks, sem einnig er þekktur sem Antlew og var helmingur hip-hop dúettsins Antlew and Maximum, sem stofnaður var hér á landi fyrir um 20 árum. Lefty kom upphaflega hingað til lands, eins og svo margir aðrir, vegna konu. „Og mig langar að þakka henni fyrir, af því að Ísland opnaði augu mín,“ sagði hann á Rás 2 í dag.

Ásamt þeim Gnúsa og Lefty eru í bandinu þau Linda Hartmanns, Aníta Þórsdóttir, Andreds Tosh, Juan Carlos, Rubin Karl, Jakob Reynir Jakobsson og Yara Polana.

Tónleikar Lefty Hooks & The Right Thingz eru á Hressó á laugardagskvöld en þeir hefjast klukkan 22 og er aðgangur ókeypis.

Tengdar fréttir

Tónlist

Karl Orgeltríó og Raggi Bjarna í Stúdíói 12

Tónlist

Klassart í Stúdíói 12

Tónlist

Hafdís Huld í Stúdíói 12

Tónlist

Stúdíó 12: Hatari