Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Laun lögreglumanna hafa lækkað

15.03.2016 - 23:07
Mynd með færslu
 Mynd: Hallgrímur Indriðason - RÚV
Meðallaun lögreglumanna hafa lækkað um 30 þúsund krónur á mánuði að raungildi á tíu árum. Þau voru svipuð fyrir tveimur árum og þau voru árið 2002.

Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur um hvernig laun lögreglumanna hefðu þróast síðan verkfallsréttur þeirra var afnuminn árið 1986. Í svarinu kemur fram að launin hækkuðu nokkuð á árunum 2002 til 2005, þegar þau voru tæp 370 þúsund miðað við verðlag ársins 2014.

Við hrunið seig á ógæfuhliðinu og hafa launin ekki snúist við síðan. Árið 2014 voru þau tæplega 340 þúsund krónur á mánuði - 30 þúsund krónum lægri en árið 2005.

 

hallgrimur's picture
Hallgrímur Indriðason
Fréttastofa RÚV
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV