Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Laumuðust til landsins fyrir Söngvakeppnina

Mynd: Tomasz Kolodziejski / RÚV

Laumuðust til landsins fyrir Söngvakeppnina

06.03.2018 - 11:42

Höfundar

Það er ekki beinlínis auðvelt fyrir Daða Frey að fara huldu höfði en eins og alþjóð veit lögðu þau skötuhjú land undir fót og laumuðust til landsins fyrir Söngvakeppnina. Ánægjan leyndi sér ekki þegar þau stigu á svið enda ætlaði allt um koll að keyra þegar leynigestirnir birtust áhorfendum og tóku lagið.

Í þættinum í dag fáum við að fylgjast með ferðalaginu þeirra heim, undirbúningi fyrir keppnina og að sjálfsögðu stemningunnibaksviðs á Söngvakeppninni.