Laugardagslög Sunnu Ben

Sunna Ben Plötusnúður og Myndlistakona
 Mynd: Saga Sig

Laugardagslög Sunnu Ben

13.04.2019 - 10:00
Það er loksins komin helgi á ný og fullt tilefni til að gera sér glaðan dag. Plötusnúðurinn og myndlistarkonan Sunna Ben tók saman hinn fullkomna lagalista fyrir helgina.

Laugardagslög Sunnu Ben eru góð blanda af íslensku og erlendu hip hopi eins og henni einni er lagið. Sunna er einn þekktasti partý plötusnúður landsins og hip hop því aldrei langt undan. 

Veist af mér - Huginn

Veist af mér er eitt vinsælasta lag Hugins sem meðal annars tróð upp á Tónaflóði RÚV núll á Menningarnótt. Fyrir skömmu kom svo út platan DÖGUN með KBE, Huginn og Herra Hnetusmjör. 

7 rings - Ariana Grande

Nýjasta plata Ariönu Grande er búin að vera svo fáránlega vinsæl síðan hún kom út. Það voru ekki allir vissir með Sound of Music blöndunina í laginu en það hefur rjátlað af flestum. Feitt lag. 

Dugleg - Reykjavíkurdætur

Reykjavíkurdætur ættu eiginlega að heita Reykjavíkurdrottningarnar. Það er allt konunglegt við þetta lag. „Ferðast bara um í flugvél/Er svo dugleg/Keyri krakkanum í Hummer/Er svo dugleg“

Pure Water - Mustard, Migos 

Það þarf ekki að hafa hátt um þetta. Orðið grænd fær ekki grænt ljós hjá málfarsráðunauti Ríkisútvarpsins en það er það eina sem við viljum gera þegar þetta lag fer í gang. 

Faucet Failure - Ski Mark The Slump God

Við rúllum úr ferska vatninu hjá Mustard og Migos og beinustu leið í bilaða kranann. Það er samt ekkert bilað við þetta lag. 

No Stylist - French Montana, Drake

Það er eitthvað sem minnir okkur á tíunda áratuginn í þessu geggjaða lagi. Við erum líka með demanta um hálsinn. 

Good Form - Nicki Minaj feat. Lil Wayne

Ef Reykjavíkurdætur eru drottningarnar af borginni þá er Nicki drottningin af alheiminum. Það keppir bara enginn við þessa stæla. Lil Wayne er alveg með líka... en Nicki!

Kill'Em With Success - Mike WiLL Made-It, Eearz, ScHoolboy Q og 2 Chainz

Þetta er þungt. Það er korter í skrall á þessum laugardegi þegar þetta fer í gang. 

Sorry Mamma - Herra Hnetusmjör, Huginn

Við þurfum öll að biðja mömmu okkar afsökunar. Nóttin er ung en við mælum samt með því að segja sorry áður en háttatími mömmu þinnar gengur í garð. „Sorry mamma, ég var alltaf út á nóttunni og þurrkaði ekki snjóblautu skóna á dyramottunni.“

Hetjan - Þormóður Remix

Þormóður er búinn að taka þetta lag og hræra aðeins upp í því. Alveg eins og við hrærum þessa helgina. 

Laugardagslög RÚV núll eru vikulegur liður á vefsíðunni með það eitt að markmiði að keyra þig í gang. Við mælum með að fylgja Spotify lagalistanum fyrir fullkomna uppskrift að stuði á hverjum laugardegi.