Látni ferðamaðurinn var frá Sviss

21.09.2016 - 18:55
Mynd með færslu
 Mynd: Einar Rafnsson - RÚV
Ferðamaðurinn sem fannst látinn skammt frá Öskju í síðustu viku var svissneskur karlmaður. Í tilkynningu frá lögreglunni Norðurlandi eystra segir að maðurinn, sem var 51 árs, hafi verið þaulreyndur göngu- og útivistarmaður.

Það var lögreglan á Húsavík sem greindi frá því að í síðustu viku hefði franskur ferðamaður gengið fram lík mannsins, nyrst í öskjunni. Ekkert hefði bent til þess að andlát hans hefði borið að með saknæmum hætti. 

 

Gunnar Sigurðarson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi