Látinn eftir slys á gámasvæðinu á Selfossi

15.07.2017 - 12:20
Mynd með færslu
 Mynd: RUV
Maðurinn sem varð undir bíl á gámasvæðinu við Víkurheiði á Selfossi á þriðjudag er látinn. Lögreglan á Suðurlandi greinir frá þessu. Lögreglu- og sjúkraflutningamönnum var tilkynnt um slysið laust fyrir klukkan níu á þriðjudagskvöld. Maðurinn, sem er ungur að árum að sögn lögreglu, var að vinna undir bíl, sem hann hafði tjakkað upp. Bíllin féll af tjakknum og klemmdist maðurinn fastur undir honum. 

Ekki er unnt að greina frá nafni mannsins, segir í Facebook-færslu lögreglunnar.

Matthías Tryggvi Haraldsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi