Athugið þessi frétt er meira en 12 ára gömul.

Lánshæfi hækkar með Icesave

19.02.2011 - 17:49
Mynd með færslu
 Mynd:
Lee Buchheit, sem fór fyrir Icesave-samninganefndinni fyrir hönd Íslands telur að lánshæfiseinkunn íslenska ríkissins mun hækka verði Icesave-lögin samþykkt. Hann segist ánægður með að Alþingi hafi samþykkt lögin með miklum meirihluta.

Buchheit segir þingmenn hafa farið ítarlega yfir öll gögn í málinu og kallað til sín fjölmarga sérfræðinga áður en þeir komust að niðurstöðu. Hann segist ánægður með að lögin hafi verið samþykkt.


Buchheit segir að Icesavesamningarnir séu ásættanleg niðurstaða á óásættanlegu vandamáli og skiljanlega séu sumir óánægðir með hana. Hann segist ekki hafa verið á þeirri skoðun að Alþingi ætti að hafna samningunum heldur hafi hann verið ánægður með að meirihluti þingsins skyldi samþykkja þá. Bucheit telur að lánshæfiseinkunn Íslands muni hækka þegar búið er að ganga frá málinu.


Buchheit segir að a.m.k. eitt matsfyrirtækjanna hafi sagt opinberlega að fullnægjandi lausn deilunnar hefði áhrif á mat þess á lánshæfi Íslands. Hann segir að fari samningarnir í þjóðaratkvæðagreiðslu muni almenningi ekki bjóðast að fara eins ítarlega yfir þá og þingið gerði, sem hafi samþykkt lögin með miklum meirihluta. Bucheit segir að væri ákvörðunin hans myndi hann líta til þessa en bætir við að að sjálfsögðu sé ákvörðunin í höndum forseta.