Lánin gætu lækkað um 20-40 prósent

Mynd með færslu
 Mynd:
Dómur Hæstaréttar frá því í gær gæti þýtt að gengistryggð lán lækki um 20 til 40 prósent frá fyrri endurútreikningi bankanna. Þetta segir verkfræðingur hjá Veritas, lögmannastofunni, sem vann málið fyrir Borgarbyggð í Hæstarétti í gær.

 

Lögmannastofan sem vann málið fyrir hönd Borgarbyggðar í gær tekur undir með formanni efnahags- og viðskiptanefndar sem sagði  fyrr í dag að bönkunum væri ekkert að vanbúnaði að hefja endurútreikning fjölda lána, byggðan á dómnum. Þetta eigi sérstaklega við um lán þeirra sem hafi staðið í fullum skilum og ekki nýtt sér nein úrræði.

Guðmundur Ingi Hauksson verkfræðingur sem starfaði við útreikninga fyrir lögmenn Borgarbyggðar segir dóminn geta þýtt nokkra lækkun. „Svona gróft á litið gætu menn verið að tala um 20 til 40 prósent lækkun frá fyrri útreikningi bankanna. Þetta fer hins vegar eftir því hvernig lánin voru greidd.“

Guðmundur segir brýnt að skýr viðbrögð komi fljótt frá bönkunum í kjölfar dómsins. „Ég vænti þess í ljósi þess hve dómurinn sé skýr að bankarnir séu ekki að draga lengur að reikna stöðu lánanna. svo fyrirtækin geti vitað hvar þau standi og atvinnulífið í heild. ))

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi