Langþráð plata komin út

Mynd: Rúv / Rúv

Langþráð plata komin út

21.08.2018 - 14:14
Þrátt fyrir miklar vinsældir er rapparinn Birnir Sigurðarson að gefa út sína fyrstu plötu nú um þessar mundir. Platan ber heitið Matador, sem vísar til nautabana.

Fyrir útgáfu plötunnar hafði Birnir aðeins gefið út fjögur lög, sem notið hafa gríðarlegra vinsælda. Þar á meðal er lagið Út í geim sem má finna á plötunni. Plötuna vinnur Birnir með Arnari Inga Ingasyni eða Young Nazareth. Fjöldi annarra tónlistamanna kemur að plötunni, þar á meðal  Flóni, Marteinn, Unnsteinn, GDRN, JFDR og fleiri.

Birnir og Arnar Ingi mættu í Núllið og ræddu plötuna. Hægt er að hlusta á viðtalið hér fyrir ofan.