Landsréttur hafnar líka kröfu Miðflokksins

16.01.2019 - 20:52
Mynd með færslu
 Mynd:
Landsréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli þingmanna Miðflokksins gegn Báru Halldórsdóttur. Kröfu þingmannanna um gagnaöflunarvitnaleiðslur fyrir dómi vegna hugsanlegar málsókn á hendur Báru, fyrir að hljóðrita samtöl þeirra á Klausturbar var hafnað í héraði 19. desember. Bára segist vonum ánægð með niðurstöðuna.

Þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Bergþór Ólason, áfrýjuðu úrskurðinum til Landsréttar. Stundin greindi frá niðurstöðu dómstólsins í kvöld. Bára segist í samtali við fréttastofu að vonum ánægð með niðurstöðuna.  

„Það var auðvitað leiðinlegt að bíða eftir þessum úrskurði, því allt getur gerst. en þetta er niðurstaðan sem ég var að vonast eftir og er mjög ánægð með hana,” segir Bára.