Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Landskjörstjórn samþykkti framboðslista

Mynd með færslu
 Mynd:
Landskjörstjórn gekk í dag endanlega frá þeim framboðslistum sem bornir verða fram í Alþingiskosningunum 27. apríl næstkomandi. Á landsvísu verða ellefu listar bornir fram.

Tveir listar aðeins í Reykjavíkurkjördæmunum, einn aðeins í Reykjavík suður, og einn aðeins í Norðvesturkjördæmi. Einstaklingsframboð voru endanlega dæmd úr leik á fundi landskjörstjórnar í dag, þar sem ákvarðanir yfirkjörstjórna varðandi þessi framboð voru staðfest.  

Eftirtaldir listar verða bornir fram í öllum kjördæmum landsins við komandi alþingiskosningar:

A-listi:

Björt framtíð

B-listi:

Framsóknarflokkur

D-listi:

Sjálfstæðisflokkur

G-listi:

Hægri grænir, flokkur fólksins

I-listi:

Flokkur heimilanna (hét áður Lýðveldisflokkurinn)

J-listi:

Regnboginn, fyrir sjálfstæði Íslands og sjálfbæra þróun

L-listi:

Lýðræðisvaktin

S-listi:

Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands (hét áður Samfylkingin)

T-listi:

Dögun – stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði (hét áður Borgarahreyfingin – Þjóðin á þing. Hafði þá listabókstafinn O)

V-listi:

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Þ-listi:

Píratar

 Eftirfarandi listar verða bornir fram í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður:

H-listi:

Húmanistaflokkurinn

R-listi:

Alþýðufylkingin

 

Eftirfarandi list er boðinn fram í Reykjavíkurkjördæmi suður:

K-listi:

Sturla Jónsson, K-listi (hét áður Framfaraflokkurinn)

Eftirfarandi list er boðinn fram í Norðvesturkjördæmi:

M-listi:

Landsbyggðarflokkurinn