Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Landsbankinn endurskoði lokun á Seyðisfirði

27.11.2015 - 14:02
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær - RUV
Valgerður Gunnarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks vakti athygli á þeim fréttum á þingfundi í dag að Landsbanki Íslands ætlaði að loka útibúi sínu á Seyðisfirði og minnka starfsemina niður í eitt stöðugildi sem sinni þjónustu á nýjum stað daglega milli 12 og 3.

Lögð séu niður meira en þrjú stöðugildi sem þrjár konur hafa sinnt. Hún skorar á Landsbankann sem sé að skila góðum hagnaði að endurskoða afstöðu sína.

„Þessar þrjár konur sem að fengu fyrir stuttu að vita að þær væru að missa vinnuna, tvær af þeim eiga eftir ca eitt og hálft ár í það að komast á eftirlaun þannig að þetta er afskaplega erfið staða fyrir konur á þessum aldri og þetta er kannski eitt af því sem að við erum að glíma við að það er ekki borin virðing fyrir starfskröftum sem eru komnir yfir ákveðinn aldur. Þetta er grafalvarlegt mál og ég skora á Landsbankann sem að er að skila góðum hagnaði að endurskoða þessa afstöðu sína,“ sagði Valgerður.

Landsbankinn tilkynnt um þessar breytingar fyrir tíu dögum. Þær eiga að taka gildi um áramótin.

hallgrimur's picture
Hallgrímur Indriðason
Fréttastofa RÚV
johannav's picture
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir
Fréttastofa RÚV