Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Landlæknir kaupir bóluefni

27.06.2011 - 15:29
Landlækniisembættið hefur undirritað samning við lyfjafyrirtækið Glaxo Smith Kline um kaup á bóluefni gegn HPV-sýkingingum og leghálskrabbameini. Ákveðið hefur verið að bólusetja 12 ára stúlkur.

Bólusetningin hefst í september og verða þá tveir árgangar stúlkna bólusettir, þær sem fæddar eru árin 1998 og 1999. Eftir það verður árgangur 12 ára stúlkna sprautaður árlega. Bólusett verður í skólum landins.


Með bólusetningunni verður komið í veg fyrir sýkingar af völdum HPV sem valdið geta leghálskrabbameini. Talið er að með almennri bólusetningu megi koma í veg fyrir um 60-70% leghálskrabbameins og um 40% alvarlegra forstigsbreytinga þess. Hér á landi greinast árlega um 17 konur með leghálskrabbamein og um 300 konur með alvarlegar forstigsbreytingar.