Lærði að bera fram „Breiðamerkurjökull“

Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot - ABC

Lærði að bera fram „Breiðamerkurjökull“

09.01.2016 - 08:53

Höfundar

Heimsókn bandaríska morgunþáttarins Good Morning America til Íslands hefur vakið mikla athygli. Talið er að um fimm milljónir hafi horft á beina útsendingu frá Breiðamerkurjökli þar sem dróni var notaður til að sýna sjónvarpsáhorfendum vestanhafs ofan í jökulsprungu. Sjónvarpskonan Amy Robach, sem heimsótti landið, fékk kennslu frá fararstjórum við að bera fram nafn jökulsins.

ABC Breaking News | Latest News Videos Þetta er ekki í fyrsta skipti sem erlendir fréttamenn lenda í erfiðleikum með nöfn íslenskra jökla. Þegar Eyjafjallajökull gaus fyrir tæpum sex árum reyndist nafn eldfjallsins mörgum sjónvarpsmönnum mikill tungubrjótur.

Robach hefur einnig verið dugleg að setja inn myndir frá heimsókn sinni til Íslands á Instagram-síðu sína. Þar sést hún meðal annars baða sig í Bláa lóninu og skoða íslenska hesta. Tæplega 72 þúsund fylgjast með síðu hennar.

 

Geothermal warmth! #gmaintotheice

A photo posted by Amy Robach (@ajrobach) on Jan 5, 2016 at 5:17am PST

Þetta er í annað sinn á tæpu ári sem Good Morning America kemur til Íslands. Ginger Zee, veðurfræðingur ABC-sjónvarpsstöðvarinnar, var í beinni útsendingu frá Holuhrauni og notaði þá dróna til að sýna frá eldgosinu þar.

Tengdar fréttir

Innlent

Magnaðar myndir frá Breiðamerkurjökli

Mannlíf

Good Morning America snýr aftur til Íslands

Mannlíf

Mikill undirbúningur fyrir útsendingu ABC

Mannlíf

Ginger Zee: „Ég get ekki beðið“