Læra afríska tréskurðarlist

01.10.2013 - 19:29
Mynd með færslu
 Mynd:
Íslendingar hafa gefið stúlkum í Malaví ómetanlegt tækifæri til að mennta sig segir ráðuneytisstjóri malavíska menntamálaráðuneytisins. Nemendur í Mýrarhúsaskóla læra líka ýmislegt frá Malaví, ekki síst eftir að smíðakennarinn heillaðist af afrískri tréskurðarlist.

Anjimile Oponyo, ráðuneytisstjóri menntamálaráðuneytis Malaví, heimsótti Mýrarhúsaskóla í morgun. Skólinn hefur lengi átt í vináttusambandi við skóla í Mangochi héraði í Malaví. Árni Árnason, smíðakennari í skólanum, heillaðist svo af tréskurðarlist heimamanna þegar starfsmenn fóru þangað í heimsókn að hann fór aftur út á námskeið og kennir nú nemendunum að tálga og aðra tréskurðarlist.

„Það sem kom mér mest á óvart var hversu flinkir þeir að gera flotta hluti úr nánast engu. Þeir búa jafnvel til hnífana sjálfir úr fjaðrastáli eða einhverjum varahlutum sem þeir ná í, úr bílum eða einhverju slíku,“ segir Árni.

Oponyo segir ómetanlegt að Þróunarsamvinnustofnun hafi valið að byggja skóla í Mangochi-héraði þar sem menntunarstigið er hvað lægst í landinu og hafi lagt áherslu á að stelpur sæki sér menntun. Hún er systir fyrsta kvenforseta Malaví, Joyce Banda, og segir að það hjálpi til að stúlkur hafi slíka fyrirmynd. 

Eftir smíðakennsluna rak hún nefið inn í tónmenntatíma þar sem krakkarnir vildu ólmir kenna henni nýjan dans. 

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi