Læknar án landamæra draga úr aðstoð í A-Kongó

18.02.2019 - 01:49
epa05009282 The staff of Medecins Sans Frontieres (MSF) wear targets on their chests as they hold stretchers during a demonstration of the staff of MSF (Medecins Sans Frontieres), in Geneva, Switzerland, 03 November 2015. The staff of MSF (Medecins Sans
Starfsfólk Lækna án landamæra mótmæla í Sviss árið 2015. Mynd: EPA - KEYSTONE
Læknar án landamæra ætla að draga verulega úr starfsemi sinni í Austur-Kongó eftir að vopnaðir menn námu tvo starfsmenn samtakanna á brott fyrr í þessum mánuði. Einungis verða eftir starfsmenn til að sinna neyðartilvikum, hefur AFP fréttastofan eftir talskonu samtakanna í Kongó, Francine Kongolo.

Starfsmennirnir voru numdir á brott frá Masisi í Norður-Kivu héraði. Cosmas Kangakolo, landstjóri í Masisi, sagði í samtali við AFP að Læknar án landamæra hafi beðið bæjarbúa um að tryggja öryggi starfsmanna þeirra.

Vopnaðir hópar hafa margsinnis rænt bæði útlendingum og heimamönnum sem vinna fyrir hjálparsamtök. Stöðug borgarastyrjöld hefur staðið yfir á milli þjóðarbrota um yfirráðasvæði í Austur-Kongó í yfir tvo áratugi.
 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi