Lægir á norðanverðu Snæfellsnesi

13.10.2016 - 05:27
Mynd með færslu
Ólafsvík. Mynd: Jóhannes Jónsson - RUV.IS
Búið er að opna veginn á milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur á norðanverðu Snæfellsnesi. Honum var lokað í gærkvöld og fram eftir nóttu vegna veðurs. Þegar verst lét var vindhraðinn um 30 metrar á sekúndu í Búlandshöfða og fóru hviður upp í 40 metra á sekúndu. Um klukkan fimm í morgun var vindhraðinn kominn niður í 13 metra á sekúndu.

Búist er við því að það lægi talsvert í dag á norðanverðu Snæfellsnesi. Á morgun er aftur búist við hvassviðri en svo tekur við rólyndisveður þar um helgina.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi