Lady GaGa væntanleg til landsins

Mynd með færslu
 Mynd:

Lady GaGa væntanleg til landsins

05.10.2012 - 12:05
Bandaríska tónlistarkonan Lady GaGa er væntanleg til landsins í næstu viku. Hún er í hópi friðarsinna, sem taka við viðurkenningu úr Lennon Ono friðarsjóðnum í Hörpu í Reykjavík á þriðjudaginn kemur.

Yoko Ono, ekkja Johns Lennons, veitir viðurkenningarnar á fæðingardegi hans, 9. október. Í frétt frá höfuðborgarstofu kemur fram að rússneska pönkhljómsveitin Pussy Riot sé meðal þeirra sem hljóta viðurkenningu að þessu sinni. Þrjár liðskonur sveitarinnar sitja í fangelsi í Rússlandi fyrir gjörning sem þær frömdu gegn Vladimír Pútín forseta.