L-listi leiðir í Grundarfjarðarbæ

Mynd með færslu
 Mynd:
L-listi Bæjarmálafélagsins Samstöðu hlaut meirihluta atkvæða í Grundarfjarðarbæ, 52,17% og fjóra menn kjörna. D-listi Sjálfstæðisflokks hlaut 47,83% atkvæða og þrjá menn.

Bæjarstjórn Grundarfjarðar skipa Eyþór Garðarsson, Berghildur Pálmadóttir, Hinrik Konráðsson og Elsa Bergþóra Björnsdóttir fyrir L-listann, og Rósa Guðmundsdóttir, Jósef Ólafur Kjartansson og Bjarni Georg Einarsson fyrir Sjálfstæðisflokk. 

518 greiddu atkvæði í Grundarfjarðarbæ og kjörsókn var 80,43%. Auðir seðlar voru 10 og ógildir 2.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi