Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Kyrrlát stund við Arnarhól - Myndskeið

28.01.2017 - 17:48
Mynd: RÚV / RÚV
Mörg þúsund manns gengu niður Laugaveg og inn á Arnarhól síðdegis til að minnast Birnu Brjánsdóttur. Margir lögðu blóm eða kerti við Laugaveg 31, þar sem Birna sást síðast í eftirlitsmyndavél fjórtánda janúar síðastliðinn.

Hún fannst látin rúmri viku síðar og eru tveir menn í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa ráðið henni bana. Málið hefur vakið mikla athygli í samfélaginu og voru minningarathafnir um Birnu víðar um land síðdegis.

Gangan í dag var bæði falleg og látlaus, og mikil ró yfir þeim sem í henni voru. Karlakórinn Esja söng við athöfn á Arnarhóli. 

Jóhann Bjarni Kolbeinsson fréttamaður tók nokkra tali í göngunni í Reykjavík í dag.  
 

Mynd: Vilhjálmur Þór Guðmundsson / RÚV
Þarna er rætt við Sigríði Hrund Guðmundsdóttur. Kristin Ríkharðsson og Hjördísi Vilhjálmsdóttur.