Kynjakvótinn virðist efla umræðuna

Mynd með færslu
 Mynd:

Kynjakvótinn virðist efla umræðuna

09.12.2014 - 17:35
Auður Arna Arnarsdóttir lektor og Þröstur Olaf Sigurjónsson dósent við Háskólann í Reykjavík, kynntu nýlega niðurstöður rannsóknar á áhrifum kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja. Lög um kynjakvóta voru sett árið 2010 og tóku gildi haustið 2013. Þau ná til fyrirtækja með fimmtíu starfsmenn eða fleiri.

Þótt skammt sé liðið frá gildistöku laganna koma í rannsókninni fram vísbendingar um að fjölgun kvenna í stjórnum fyrirtækja, leiði til aukinnar umræðu og betri fyrirtækjamenningar.

Auður Arna og Þröstur Olaf eru í Samfélaginu í dag. 

Samfélagið þriðjudaginn 9. desember 2014