Kynferðisbrot í brennidepli

Mynd: rúv / rúv

Kynferðisbrot í brennidepli

25.05.2018 - 10:03
Dómsmálaráðuneytið, sálfræði og lögfræðisvið Háskólans í Reykjavík og Háskólinn á Akureyri standa saman fyrir málþinginu Kynferðisbrot í brennidepli sem að fram fer í dag, föstudag, í Háskólanum í Reykjavík.

Rannveig S. Sigurvinsdóttir aðjunkt og Bryndís Björk Ásgeirsdóttir dósent við sálfræði í Háskólanum í Reykjavík halda á málþinginu erindi sem ber heitið Þögnin rofin á samfélagsmiðlum“ og fjallar um áhrif og viðbrögð þess að segja frá kynferðisbrotum á samfélagsmiðlum.

Mynd með færslu
 Mynd: Pixabay

Rannsóknir erlendis hafa sýnt fram á það að það skiptir miklu máli fyrir geðheilsu að segja frá svona upplifunum og fólk þarf að fá stuðning og jákvæð viðbrögð frá umhverfi sínum. „Samfélagsmiðlar eru náttúrulega ein ný vídd af því að segja frá og nokkuð ólík því sem að áður hefur verið,“ segir Rannveig. „Við erum að segja fólki frá einhverju sem að hefur komið fyrir okkur og þetta samstundis kemst til stórs hóps og stundum er fólk að segja frá í hópum þar sem að það þekkir ekki endilega marga,“ bætir hún við og vísar þá í hópa eins og Beauty tips þar sem að fjölmargar konur og stúlkur stigu fram með sína reynslu af kynferðisafbrotum.

Í rannsókn sinni tóku Rannveig og Bryndís 400 færslur af bæði Facebook og Twitter og greindu þær á mismunandi hátt, hvað var það sem að kom fram, hvað hvetur þolendur til að segja frá og hvað hindrar þá.

epa06398350 (FILE) - A close-up image showing the Facebook app on an iPhone in Kaarst, Germany, 08 November 2017 (reissued 19 December 2017). According to reports, the German cartel office on 19 December 2017 found that Facebook has abused its dominant
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Þessar færslur á samfélagsmiðlum fá oft mikið af lækum og kommentum. „Viðkomandi fær kannski mikið af viðbrögðum við þessum færslum en þau eru kannski yfirborðskenndari á einhvern hátt,“ segir Rannveig en það hefur ekki enn verið nægilega rannsakað hver sálfræðilegu áhrifin þess konar viðbrögðum, í samanburði við viðbrögð frá fólki augnliti til augnlitis.

Málþingið Kynferðisbrot í brennidepli fer fram í Háskólanum í Reykjavík í dag, föstudaginn 25.maí. Dagskrá er fram eftir degi og allir eru velkomnir en einnig er hægt að fylgjast með í beinni útsendingu hér. Nánari upplýsingar um málþingi má finna á síðu viðburðarins á Facebook.

Rannveig var gestur í Núllinu en hlusta má innslagið í spilaranum hér að ofan. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinn á vef RÚVnúll.