Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

„Kvöldið fer yndislega af stað“

05.08.2017 - 00:14
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Fyrsta kvöld verslunarmannahelginnar fer „yndislega“ af stað. Þetta sagði lögreglan í Vestmannaeyjum þegar fréttastofa hringdi rétt fyrir miðnætti. Var þá brennan á Þjóðhátíð rétt að hefjast. Engin mál höfðu verið tilkynnt lögreglu um kvöldið. Þá hafði ekkert verið tilkynnt lögreglunni á Akranesi og Ísafirði og varðstofa Neyðarlínunnar hafði frá engum merkjanlegum tíðindum af kvöldinu að segja.

Lögreglan í Vestmannaeyjum brýnir fyrir fólki sem sækir hátíðina að skemmta sér fallega, vera góð hvert við annað um helgina en hringja í 112 ef það verður vitni að einhverju ámælisverðu.

Uppfært kl. 02:10: Lögreglan í Vestmannaeyjum upplýsir fréttastofu ekki um mál sem rata á borð lögreglu í kvöld vegna nýrra verkferla sem unnið er eftir. Tilkynning verður send frá lögreglu á morgun.

Matthías Tryggvi Haraldsson
Fréttastofa RÚV