Kvenfyrirlitning sem getur ekki liðist

29.11.2018 - 12:04
Mynd:  / 
„Þetta er sorglegt, leiðinleg ummæli, svona áferðin. Kvenfyrirlitning er eitthvað sem getur ekki liðist,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, um þau orð sem nokkrir þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins viðhöfðu á barnum Klaustur, við hlið Alþingis, samkvæmt fréttum Stundarinnar og DV sem byggja á upptöku sem fjölmiðlarnir hafa undir höndum.

Logi segir að ummælin séu „skelfilegt“ innlegg í umræðuna um að auka virðingu Alþingis. „Ég held að við þurfum að setjast niður þingmenn og ræða hvernig fólk hegðar sér hérna.“

„Ummælin um mig finnst mér eitthvað sem engu máli skipta,“ segir Logi. „Alvarlegast er náttúrulega hvernig er talað um ákveðna hópa. Auðvitað hlýtur það að vera vont fyrir stjórnmálaflokk sem eiga í innbyrðisdeilum.“

Aðspurður hvort þetta sé eitthvað sem forsætisnefnd Alþingis verði að taka upp segir Logi: „Ég held að þingmenn verði að minnsta kosti að setjast niður og ræða þetta.“