Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Krunk hrafna heldur vöku fyrir íbúum

03.02.2018 - 08:15
OLYMPUS DIGITAL CAMERA
 Mynd: - - wikimedia
Heilbrigðiseftirliti Austurlands hefur borist kvörtun vegna fólks sem hefur fóðrað hrafna í útjaðri Egilsstaða. Gögn sem heilbrigðiseftirlitið hefur undir höndum sýna að mikið magn matarafganga er borið út og allt að tugur hrafna hópast þar að. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Fljótsdalshéraðs.

Þar halda hrafnarnir sig í trjám og á ljósastaurum og bíða næsta matartíma. Þeir krunka mikið fyrir birtingu og hafa haldið vöku fyrir íbúum. Heilbrigðiseftirlitið hefur því beint þeim tilmælum til íbúa að fóðra ekki hrafna svo nálægt byggð. Villtum dýrum sé eðlilegt að afla sér fæðu af eigin rammleik.

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir