Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Krónprinsessan í Hörpu

18.06.2014 - 11:07
Mynd með færslu
 Mynd:
Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar er nú stödd í Hörpu ásamt eiginmanni sínum, Daníel prins. Þar fræðast þau um íslenskt tónlistarlíf og menningu.

Heimsókn þeirra hjóna stendur í dag og á morgun og með þeim í för eru embættismenn sænsku hirðarinnar og utanríkisþjónustunnar.

Að lokinni Hörpuheimsókn fara prinsessan og prinsinn í Norræna húsið, þar sem efnt er til fundar um viðskiptatengsl landanna. Að fundinum standa Sænska sendiráðið á Íslandi og sænsk-íslenska viðskiptaráðið.

Síðdegis heimsækja Viktoría og Daníel Hellisheiðarvirkjun, fræðast um vistvænar orkulindir á Íslandi og nýtingu þeirra og um íslensk jarðhitaverkefni erlendis, en einnig um norrænt samstarf á vettvangi vísinda og stjórnmála. Að því loknu heimsækja þau stoðtækjafyrirtækið Össur og fræðast um starfsemi þess.

Í kvöld snæða þau kvöldverð í boði Ólafs Ragnar Grímssonar að Bessastöðum.