Kröfu Landverndar og Fjöreggs hafnað

04.04.2017 - 15:05
Mynd með færslu
 Mynd: Rögnvaldur Már Helgason - RÚV
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði í dag kröfu Landverndar og Fjöreggs um að framkvæmdaleyfi fyrir Kröflulínu 4 í Skútustaðahreppi yrði fellt úr gildi. Framkvæmdir við línurnar hefjast eftir páska, er fram kemur í tilkynningu frá Landsneti.

Umhverfisverndarsamtökin Landvernd og Fjöregg kærðu í október síðastliðnum framkvæmdaleyfi fyrir Kröflulínu 4 að Bakka við Húsavík. Það var í annað sinn sem samtökin lögðu fram kæru vegna málsins. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kom saman til fundar í dag þar sem var ákveðið að fallast ekki á kæruna, sem var sett fram á þeim forsendum að það hefði átt að fara fram umhverfismat á fleiri þáttum en Landsnet hafði látið gera. 

Í úrskurði nefndarinnar segir að þau neikvæðu umhverfisáhrif sem af framkvæmdinni verða hafi verið vegin og metin andspænis þeim hagsmunum sem vísað er til. Ákvörðun um veitingu hins kærða framkvæmdaleyfis var nægilega rökstudd, að mati nefndarinnar, og kærunni því vísað frá.

sunnav's picture
Sunna Valgerðardóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi