Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Kristján Þór leiðir í Norðurþingi

Mynd með færslu
 Mynd: Sjálfstæðisflokkurinn
Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Norðurþingi í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Framboðslisti flokksins var samþykktur á félagsfundi sjálfstæðisfélaganna í gærkvöld.

 

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Vinstri Grænna réði Kristján í starf sveitarstjóra eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Í tilkynningu er haft eftir honum að hann sé reiðubúinn til að sinna starfinu áfram sem oddviti sjálfstæðismanna fái hann til þess umboð að afstöðnum kosningum. 

 

Í öðru sæti listans er Helena Eydís Ingólfsdóttir, verkefnastjóri hjá Þekkingarneti Þingeyinga og MPA í opinberri stjórnsýslu, í þriðja sæti er Örlygur Hnefill Örlygsson, forseti sveitarstjórnar og leiðbeinandi í leikskóla, og í fjórða sæti er Heiðbjört Ólafsdóttir, garðyrkjubóndi á Hveravöllum. 

Listi Sjálfstæðisflokksins í Norðurþingi er eftirfarandi: 
 

1. Kristján Þór Magnússon, Húsavík.

2. Helena Eydís Ingólfsdóttir, Húsavík.

3. Örlygur Hnefill Örlygsson, Húsavík.

4. Heiðbjört Ólafsdóttir, Reykjahverfi.

5. Birna Ásgeirsdóttir, Húsavík.

6. Kristinn Jóhann Lund, Húsavík.

7. Stefán Jón Sigurgeirsson, Húsavík.

8. Jóhanna Kristjánsdóttir, Húsavík.

9. Hilmar Kári Þráinsson, Reykjahverfi.

10. Karólína Kristín Gunnlaugsdóttir, Húsavík.

11. Sigurgeir Höskuldsson, Húsavík.

12. Hugrún Elva Þorgeirsdóttir, Raufarhöfn.

13. Oddur Vilhelm Jóhannsson, Húsavík.

14. Kasia Osipowska, Húsavík.

15. Sigurjón Steinsson, Húsavík.

16. Elísa Elmarsdóttir, Húsavík.

17. Arnar Guðmundsson Húsavík.

18. Olga Gísladóttir, Öxarfirði.

 

 

 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV